Óþekkt ökutæki
Með dómi Hæstaréttar Íslands í málinu nr. 542/2012 var staðfest bóta skylda Alþjóðlegar bifreiðartrygginga á Íslandi sf. vegna tjóns sem S varð fyrir þann 15. 2. 2010. Var s á leið í skólann og ók faðir hans honum. S steig út úr bílnum á móts við skólann og gekk yfir götuna. Er hann var að stíga uppá gangstéttina hinum meginn var ekið utan í S þannig að hann féll á vinstri höndina. Í fyrstu frímínútum fór hann á næstu heilsugæslu og kvartaði yfir verk í hendina og sagði að bifreið hefði strokist við sig og var ekki skoðaður frekar. Eftir ca. mánuð leitaði S á slysadeild LSH og var þar greindur með bátsbeinsbrot. Lýsti S þar hvernig slysið hafi orðið.