Mán - Fös: 8:00 - 16:00
Lokað um helgar
Nethylur 2B,110 Reykjavík
568-1245

FRÉTTIR

Erfast skaðabætur

G slasaðist 22. 4. 2005 í vinnu hjá G.  Þann  21. 11. 2006 hafði líkamstjónið verið metið og krafa verið gerð á réttargæslustefnda Sjóvá.  G andaðist þann 26. 11. 2006.  Krafði dánarbú hans vinnuveitanda um bætur þrátt fyrir það, á þeim grundvelli að skaðabætur fyrir líkamstjón erfðust. Í dómi Hæstaréttar Íslands málinu nr. 192/2012 var fallist á, að  bætur fyrir miska og þjáningar erfðust og einnig bætur vegna varanlegrar örorku til dánardægurs tjónþola. 

Um er að ræða stefnumarkandi dóm, þar sem tryggingafélög hafa ekki fallist á það hingað til að bætur fyrir varanlega örorku (skerðingu á vinnugetu) erfðust. Í ofangreindum dómi var fallist á að slíkar bætur gengju til erfða fram að dánardægri tjónþolans. 

Í nokkrum  málum, þar sem slíkt hefur orðið, að tjónþoli deyr áður en gengið hefur verið frá bótum, etv. nokkrum árum eftir slysaatburð, hafa tryggingafélög byggt á, að brostnar forsendur væru fyrir greiðslu bóta fyrir varanlega örorku.  Í ofangreindum dómi neitaði Sjóvá einnig að greiða matskostnað og annan útlagðan kostnað G vegna líkamstjónsins, sem G krafði á grundvelli 1. mgr. 1. greinar skaðabótalaga. Með hæstaréttardómnum var fallist á, að tryggingafélaginu bæri að greiða slíkar bætur