Skaðsemisábyrgð
Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, 10. mars 2015, í málinu nr. E-3376/2013, var staðfest, að B sem varð fyrir alvarlegum líkamsáverkum, er hann var að tendra skottertu 1. janúar 2013, rétt eftir áramótin, ætti rétt á bótum frá seljanda skottertunnar Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu, vegna slysaáverkanna, en B missti meðal annars sjón á öðru auga. B gerði kröfur um bætur á hendur tryggingafélagi SL, á grundvelli laga um skaðsemisábyrgð nr. 25/1991, en samkvæmt lögunum eru framleiðendur og seljendur vöru bótaskyldir, ef tjón verður af ágalla á hinni seldu vöru. Verður tjónþoli að sanna ágallan og að orsakasamband sé á milli líkamstjónsins og ágallans. Byggði B á, að skottertan hafi verið haldin ágalla og einnig að hún hafi sprungið og skot úr henni farið