Mán - Fös: 8:00 - 16:00
Lokað um helgar
Nethylur 2B,110 Reykjavík
568-1245

FRÉTTIR

Hlutlausir matsmenn

Með dómi Hæstaréttar Íslands í málinu nr. 542/2012 kvað Hæstiréttur upp úr með, að tjónþolum væri heimilt skv. 10. grein skaðabótalaga, sbr. 9. gr. laga nr. 37/1999 að biðja einhliða um mat á bótaþáttum,  samkvæmt skaðabótalögum og slík möt yrðu lögð til grundvallar bótagreiðslum, meðan þeim hefði ekki verið haggað með því að skjóta mötunum til örorkunefndar eða dómkvaddra matsmanna. Tryggingafélögin hafa hins vegar haldið því fram að slík möt hafi  ekki sönnunargildi.  

H slasaðist 8. 1. 2009 er ekið var aftan á bifreið hennar.  Viðkomandi tryggingafélag neitaði bótum af þeim sökum, að H hefði ekki getað orðið fyrir varanlegu líkamstjóni við aftan á keyrsluna. Bar félagið meðal annars fyrir sig skýrslu Aðstoðar og Öryggis, þar sem höggþungi sá, sem H hafði orðið fyrir, hafði verið reiknaður mjög vægur.   Bað félagið einnig um mat dómkvaddra matsmanna, þar sem niðurstaðan var á þann veg, að litlar líkur væru á varanlegu líkamstjóni.  Í dómi Hæstaréttar segir hins vegar  að í þessum málum gildi hin læknisfræðilegu gögn og læknisfræðilegar matsgerðir. Ekki væri hægt að reikna sig frá bótum með  Aðstoð og Öryggi, eins og félögin gera nú í stórum stíl. 

Dómurinn sýnir mikilvægi þess, að láta tryggingafélögin ekki segja sér fyrir verkum og nauðsyn þess, að slík mál séu strax í upphafi lögð í skýran farveg með vönduðum mötum, þar sem áverkar eru færðir undir miskatöflur, skv. 4. grein skaðabótalaga. 

Margir þeir lögmenn sem með slík mál fara, láta tryggingafélögin ráða í þessum efnum og samþykkja að biðja sameiginlega um  mat með tryggingafélögunum, þar sem tryggingafélögin ráða yfirleitt hvaða matsmenn meta líkamstjónið, án þess að áverkar séu færðir undir miskatöflur. Á slíkt hafa Lögmenn  Árbæ ekki fallist og telja að tjónþolar, sem til þeirra leita, fái hærri bætur fyrir vikið.