Mán - Fös: 8:00 - 16:00
Lokað um helgar
Nethylur 2B,110 Reykjavík
568-1245

Fréttir

Fyrning

Í málum þar sem skuldari ber fyrir sig að krafa á hendur honum sé fyrnd, reynir yfileitt á hvert sé „uppaf fyrningarfrests“. Kröfur hafa mislangan líftíma og skiptir þá máli frá hvaða tímapunkti  ber að telja. Vegna þess langa tíma  sem Sjúkratryggingar Íslands taka til að afgreiða þau mál, vegna líkamstjóns vegna læknamistaka sem þangað er skotið,  hafa tjónþolar þegar málum er loks lokið þar á bæ oft talið,  að vonlaust sé að halda áfram með málin. Á þetta reyndi í dómi Hæstaréttar Íslands í málinu nr. 53/2016 frá 10. 11. 2016, en svo segir í  fororðum Hæstaréttar:  „Ágreiningur aðila laut að því hvort krafa A á hendur Í, til greiðslu bóta vegna líkamstjóns sem hún varð fyrir í fæðingu

Lesa meira...

Ásudómurinn

Á höfðaði mál á hendur Sjúkratryggingum Íslands, skv. lögum nr. 111/2000, þar sem hún krafðist skaðabóta vegna líkamstjóns sem hún hafði orðið fyrir  og rekja mætti til mistaka í aðgerð á hægri hendi, sem hún hafði gengist undir  á LSH  árið 2011. Máli  Á var vísað frá héraðsdómi á þeirri forsendu að óhjákvæmilegt hefði verið að afstaða Sjúkratryggnga Íslands til bótaskyldu og ákvörðun bóta,  skv. 2. mgr. 15. greinar laga nr. 111/2000, hefðu legið fyrir áður en Á gæti borið málið undir dómstóla. Hæstiréttur taldi að með vísan til áskilnaðar 1. mgr. 24. gr. laga nr. 91/1991 og 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar að ekki fælist ótvírætt í 2. mgr. 15. gr. laga nr. 111/2000 að Sjúkratryggingum Íslands  hafi borið

Lesa meira...

Ölvun ógildir miðann – eða hvað?

Þann 13. nóvember 2015 féll áhugaverður dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur um rétt tryggingafélaga til þess að skerða bætur tjónþola sem verða fyrir tjóni undir áhrifum áfengis. Lögmenn Árbæ fluttu málið fyrir tjónþola sem hafði orðið fyrir því að falla niður um 1 meter undir áhrifum áfengis og hljóta varanlegt tjón af.  Í skilmálum persónutrygginga er yfirleitt að finna ákvæði þess efnis að vátryggingafélagi sé heimilt að fella niður eða takmarka bætur til vátryggðs hafi viðkomandi sýnt af sér stórkostlegt gáleysi. Einn þeirra þátta sem hafa áhrif við það mat er hvort viðkomandi var undir áhrifum áfengis. Dómurinn sýnir hins vegar skýrlega að vátryggingafélagið hefur sönnunarbyrði um að ölvunin hafi verið “höfuðorsök” slyssins.  Í þessu tilfelli tókst því ekki að sanna

Lesa meira...

Hálkuslys

Með dómi Hæstaréttar Íslands, frá 31. 3. 2015, í hæsataréttarmálinu nr. 633/2014 var viðurkennd ábyrgð fasteignareiganda vegna líkamstjóns G, er hún rann í bleytu sem var í anddyri og stiga fasteignar sem hún átti  leið um.  Í dómi Hæstaréttar segir meðal annars.:  „Með vísan til alls þess sem að framan er rakið hefur áfrýjandi fært sönnur á að hálkuvörnum og umbúnaði stigans þar sem hún féll hafi verið ábótavant og stefndu ekki gert viðhlítandi ráðstafanir til að varna því að menn sem leið ættu þar um rynnu á hálum flísunum ef blautt væri í veðri.“  Skv. dómnum er lögð rík ábyrgð á fasteignareigendur að huga vel að öryggi gönguleiða, þar sem menn eiga leið um varðandi vinnu sínu eða vegna

Lesa meira...

Sjúklingatryggingaratburður

Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, frá  20. mars 2015, í málinu nr. E-1560/2012 voru S dæmar skaðabætur alls að fjárhæð 5.554.901 kóna auk vaxta og lögmannskostnaðar, vegna líkamstjóns sem hann varð fyrir vegna læknamistaka.  S leitaði á heilsugæslu, þann 23. desember 2005, vegna áverka á hendi, sem hann varð fyrir í fótboltaleik deginum áður. Var áverkinn greindur sem tognun og þrýstingsumbúðir látnar á höndina. S leitaði aftur á heilsugæsluna, þann 17. febrúar 2006, og kvartaði yfir verk í hægri þumli og úlnlið og var þá ráðlagt að nota úlnliðs – sinaskeiðaband.  23. ágúst 2006 leitar S aftur á heilsugæsluna og gat þá lítið hreyft höndina við úlnliðinn og var þá sendur á LSH þar sem hann var skoðaður af handarskurðlækni, sem

Lesa meira...

Sjúkdómatrygging

Með dómi Hæstaréttar Íslands í málinu nr. 599/2013 frá 6. 2. 2014, var staðfest  að H sem fékk hjartaáfall í febrúar 2010 og var með sjúkdómatryggingu hjá L ætti rétt á bótum úr tryggingunni. L hafði  ekki fallist  á bótaskyldu af þeirri ástæðu að hjartaáfallið, eins og því væri  lýst í læknisgögnum félli ekki nákvæmlega undir þá lýsingu á hjartaáfalli, sem tilgreint var í skilmálum félagsins.  H kærði afstöðu félagsins til úrskurðarnefndar í vátryggingamálum, sem staðfesti að H ætti ekki rétt á bótum.  H stefndi málinu og byggði aðallega á, að vátryggingaratburður hefði orðið í skilningi laga nr. 30/2004 um vátryggingasamninga og L hefði því alla sönnunarbyrði í málinu, samkvæmt grundvallarreglum vátryggingaréttar.  Í greinargerði L í héraði byggði L einnig

Lesa meira...