Ásudómurinn
Á höfðaði mál á hendur Sjúkratryggingum Íslands, skv. lögum nr. 111/2000, þar sem hún krafðist skaðabóta vegna líkamstjóns sem hún hafði orðið fyrir og rekja mætti til mistaka í aðgerð á hægri hendi, sem hún hafði gengist undir á LSH árið 2011. Máli Á var vísað frá héraðsdómi á þeirri forsendu að óhjákvæmilegt hefði verið að afstaða Sjúkratryggnga Íslands til bótaskyldu og ákvörðun bóta, skv. 2. mgr. 15. greinar laga nr. 111/2000, hefðu legið fyrir áður en Á gæti borið málið undir dómstóla. Hæstiréttur taldi að með vísan til áskilnaðar 1. mgr. 24. gr. laga nr. 91/1991 og 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar að ekki fælist ótvírætt í 2. mgr. 15. gr. laga nr. 111/2000 að Sjúkratryggingum Íslands hafi borið