Mán - Fös: 8:00 - 16:00
Lokað um helgar
Nethylur 2B,110 Reykjavík
568-1245

Lögfræðiþjónusta fyrir vinnuslys

Slasist launþegi í vinnu sinni eða á leið í eða heim úr vinnu á hann  rétt á bótum úrslysatryggingu launþega. Öllum atvinnurekendum er skylt að vera með slysatryggingu launþega, skv. gildandi kjarasamningi, sem við á hverju sinni. Tjónþoli á í þeim tilvikum þar sem örorka hans er jöfn eða hærri en 10% átt rétt á bótum frá Tryggingarstofnun ríkisins. Bætur úr launþegatryggingu hækkuðu verulega i nýgerðum kjarasamningum.  

Rétturinn til bóta úr slysatryggingu launþega og hjá Tryggingastofnun ríkisins er óháður því, að slysinu hafi verið valdið  af gáleysi. Bætur úr þessum tryggingum skiptast  í dagpeninga og bætur fyrir varanlega læknisfræðilega örorku. Viðkomandi bætur eru greiddar eftir áður samþykktum samningum milli vinnuveitanda og tryggingarfélags, samkvæmt kjarasamningum. 

Samkvæmt kjarasamningum flestra sjómanna gilda þær reglur, að sjómenn eiga rétt á skaðabótum fyrir líkamsáverka, sem þeir verða fyrir í vinnuslysum í störfum sem tengjast útgerð viðkomandi skips, samkvæmt sérstökum slysatryggingasamningi útgerða við vátryggingafélög. Fer um útreikning bóta til sjómanna eftir skaðabótalögum nr. 50/1993 með síðari breytingum. 

Ef slysið er afleiðing ásetnings eða gáleysis atvinnurekanda eða starfsmanna hans ellegar ófullnægjandi aðbúnaðar á vinnustað getur tjónþoli átt rétt á bótum samkvæmt skaðabótalögum ( sjá umfjöllun um umferðaslys). Eru bætur samkvæmt skaðabótalögum í langflestum tilfellum mun hærri en samkvæmt fyrirfram umsaminni tryggingu, skv. slysatryggingu launþega, nema þegar sjómenn eiga í hlut. 

Til leiðbeiningar 

Ef aðili lendir í vinnuslysi er mikilvægt að hann leiti læknis,  eins fljótt og verða má, eftir slysið til þess að afla sér sönnunar á, hvaða áverka hann hefur orðið fyrir í slysinu. Vinnuveitanda/atvinnurekanda ber og að tilkynna slysið strax til Tryggingastofnunar ríkisins.  Rétt er, að tjónþoli kynni sér strax að slík tilkynning sé send, en oft vill verða misbrestur á, að vinnuveitendur standi við þessa skyldu sína. Einnig ber vinnuveitanda að tilkynna vinnuslys án tafar til Vinnueftirlits ríkisins, en án því vill einnig  verða misbrestur. Ef tjónþoli verður var við,  að vinnuveitandi sinni ekki þessum lögbundnu skyldum sínum, getur tjónþoli leitað til trúnaðarmanns (öryggistrúnaðarmanns) launþega á vinnustaðnum og beðið hann um að gæta hagsmuna sinni hvað þetta varðar. Tjónþola  ber og sjálfum  að tryggja,  að sem flest gögn séu til um slysið,  en meginreglan er,  að tjónþoli  ber sönnunarbyrði um að sá áverki,  sem hann krefst bóta sé afleiðing viðkomandi slysaatburðar. 

Af hverju að leita lögmannsaðstoðar 

Þegar tjónþolar verða fyrir áverka (líkamstjóni)  við vinnu, eiga þeir ekki rétt á bótum vegna áverkanna, nema í þeim tilvikum,  sem um vinnuslys er að ræða (annað gildir hins vegar um atvinnusjúkdóma) . Hugtakið vinnuslys er eftirfarandi: 

 “Með slysi er átt við skyndilegan utanaðkomandi atburð sem veldur meiðslum á líkama þess sem tryggður er og gerist án vilja hans.”  

Oft kemur það fyrir,  þegar slík slys eru tilkynnt af vinnuveitanda með undirskrift launþega, að ekki er talið að um vinnuslys sé að ræða, þar sem atvikin falli ekki undir ofangreint slysahugtak. Er ástæða þess oft sú, að atvikum er ekki rétt lýst. Af þessum sökum er m.a. nauðsynlegt að tjónþoli leiti strax lögmannsaðstoðar. Eins er, ef slysið hefur ekki verið tilkynnt til Tryggingastofnunar eða Vinnueftirlits ríkisins og til að allra nauðsynlegra gagna verði aflað, eins fljótt og kostur er. Einnig þarf að bregðast tímanlega við afstöðu Tryggingastofnunar ríkisins, ef ekki er fallist á bótaskyldu,  með því tildæmis að skjóta afstöðu stofnunarinnar til úrskurðarnefndar almannatrygginga eða afstöðu viðkomandi tryggingafélags til úrskurðarnefndar vátryggingafélaganna, en til þess er veittur ákveðinn frestur.   

Sé leitað til Lögmanna Árbæ vegna afleiðinga vinnuslysa gæta þeir hagsmuna tjónþolans varðandi ofangreind atriði. 

Fyrning 

Almenna reglan er sú að skaðabótakrafa líkamstjóns vegna vinnuslysa  fyrnst á 10 árum eftir slysið. Öðru máli getur gegnt þegar um bætur samkvæmt launþegatryggingu er að ræða eða bætur úr slysatryggingu sjómanna, en þá gildir líklega 4 ára fyrningarfrestur frá batahvörfum eða upphafi fyrningarfrests, sem getur verið annar.