Hver er vátryggjandinn.
Þann 26. mars 2024 féll í Héraðsdómi Reykjaness dómur í máli nr. E-1058/2023: A gegn Tryggingamiðlun Íslands ehf. og Lloyd´s Insurance Company S. A. Stefnandi,
Sá sem slasast af völdum skráningarskylds ökutækis á alltaf rétt á bótum, ef slysið stafar af akstri (notkun) ökutækisins.
Slasist launþegi í vinnu sinni eða á leið í eða heim úr vinnu á hann rétt á bótum úr slysatryggingu launþega.
Slasist launþegi í vinnu sinni, eða á leið í eða heim úr vinnu, á hann rétt á bótum úr slysatryggingu launþega.
Lögmenn Árbæ slf. er alhliða lögmannsstofa þar sem þverfagleg lögmannsþjónusta er veitt.
Byggir stofan á áralangri reynslu og fagþekkingu starfsmanna stofunnar við að uppfylla kröfur viðskiptavina með vönduðum vinnubrögðum.
Víðtæk reynsla er á sviði líkamstjónaréttar og við hagsmunagæslu fyrir einstaklinga og fyrirtæki.
Lögmenn Árbæ slf. bjóða nú uppá fría ráðgjöf varðandi hugsanlegan bótarétt tjónþola.
Vinsamlega sendið póst á fyrirspurnir@skadi.is , og biðjið um tíma hjá lögmanni, eða veljið þann starfsmann sem þú þarft að ná sambandi við.
Einnig er tekið á móti almennum tímapöntunum í síma 568-1245.
Í skaðabótarétti er orðið líkamstjón notað um tjón á mönnum, ekki aðeins meiðsl eða líkamsspjöll vegna slysa heldur einnig heilsutjón.
Það tekur bæði til tjóns á líkama og geðræns tjóns.
Með öðrum orðum er bæði átt við líkamsspjöll, sem ekki valda dauða og líftjón, þ.e. þegar líkamsspjöll valda dauða.
Með varanlegri örorku er leitast við að bæta tjón sem tjónþoli verður fyrir vegna varanlegrar skerðingar á getu til að afla vinnutekna.
Varanlega örorku má því skilgreina sem þá starfsorkuskerðingu sem af líkamstjóni leiðir, sbr. 5. gr. skaðabótalaga.
Í grófum dráttum er um að ræða mismun á atvinnutekjum sem tjónþoli hefði unnið sér inn ef tjónið hefði ekki orðið,
og þeim tekjum sem hann mun hafa í framtíðinni, að teknu tilliti til áhrifa líkamstjónsins á aflahæfi hans.
Þjáningabætur eru bætur fyrir það tímabundna ófjárhagslega tjón sem tjónþoli verður fyrir í kjölfar tjónsatviks.
Er þeim ætlað að bæta þjáningar og óþægindi sem verða á tímabilinu frá tjóni og þar til heilsufar er orðið stöðugt.
Varanlegur miski er fjárgreiðsla er inna skal af hendi vegna ófjárhagslegs tjóns sem tjónþoli verður fyrir til
frambúðar af völdum líkamsspjall. Er um tvískipt mat að ræða, annars vegar það læknisfræðilegt (almenni hlutinn)
og hins vegar sérstakt mat sem byggir á tjónþola sjálfum.
Með tímabundnu atvinnutjóni er átt við tímabundinn missi launatekna tjónþola vegna líkamstjóns.
Er einungis átt við missi launatekna vegna þeirra afleiðinga líkamstjónsins sem teljat tímabundnar.
Aðeins er átt við fjártjón, en ófjárhagslegt tjón vegna tímabundinna afleiðinga líkamstjóns er bætt á grv. 3. gr. skaðabótalaga.
Þann 26. mars 2024 féll í Héraðsdómi Reykjaness dómur í máli nr. E-1058/2023: A gegn Tryggingamiðlun Íslands ehf. og Lloyd´s Insurance Company S. A. Stefnandi,
Þann 10. nóvember sl. lá fyrir dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli umbjóðanda Lögmanna Árbæ slf. gegn Sjóvá Almennum tryggingum hf., sbr. héraðsdómsmálið nr. 3064/2023. Þar
Þann 4. apríl sl., hafnaði Hæstiréttur Íslands beiðni fyrirtækisins Margt Smátt ehf., til að áfrýja dómi Landsréttar frá 10. febrúar 2023 í máli nr. 730/2021,