Mán - Fös: 8:00 - 16:00
Lokað um helgar
Nethylur 2B,110 Reykjavík
568-1245

Lögfræðiþjónusta fyrir frítímaslys

Þeir sem lenda í slysi í frítíma sínum kunna að eiga rétt á bótum úr eigin tryggingum, séu þær fyrir hendi. All flestir  eru með einhverskonar heimilistryggingar, fjölskyldutryggingar eða almennar slysatryggingar og eiga því  rétt á bótum samkvæmt  þeim, verði þeir fyrir slysi í sínum frítíma. Séu slíkar tryggingar fyrir hendi og skilmálar undanþiggja ekki bætur (t.d.ef um er að ræða umferðarslys), er um að ræða bótarétt, samkvæmt ákveðnum fyrirframgerðum samningi í formi dagpeninga og bóta fyrir varanlega læknisfræðilega örorku. Slysatrygging launþega getur gilt ef kjarasamningurinn gerir ráð fyrir bótum í frítíma.

Frítímaslys geta þó verið afleiðing af ásetningu eða gáleysis þriðja aðila eða vegna aðstæðna sem þriðji aðili kann að vera ábyrgur fyrir. Gætu aðrar ábyrgðartryggingar þriðja aðila því náð yfir slysið eða ákvæði skaðabótalaga. Einnig eru margir slysatryggðir við heimilisstörf, ef þeir hafa merkt í þar tilgerðan reit á skattframtali sínu. 

Til leiðbeiningar 

Ef aðili lendir í slysi í frítíma er mikilvægt,  að hann leiti læknis, eins fljótt og verða má eftir slysið til þess að afla sér sönnunar á hvaða áverka hann hafi orðið fyrir í slysinu. Sá er fyrir slysi verður skal einnig tilkynna tryggingarfélagi sínu  um slysið. Einnig er mikilvægt leita eftir við lögreglu að gerð verði lögregluskýrsla vegna atburðarins, ef svo ber undir.  Ástæða þess að tjónþola ber að tryggja, að sem flest gögn séu til um slysið,  er sú, að sá er fer fram á greiðslu slysabóta ber sönnunarbyrði um að sá áverki, sem hann krefst bóta fyrir,  sé afleiðing viðkomandi tjónsatburðar. 

Af hverju að leita lögmannsaðstoðar 

Aðeins vegna þeirra sönnunarkrafna, sem tryggingafélög gera, er nauðsynlegt fyrir tjónþola í frítímaslysum að leita lögmannsaðstoðar. Er það reynsla Lögmanna Árbæ að slíkt komi tjónþolum tvímælalaust til góða. Tryggingafélög hafa haft þann háttinn á, að afla sjálf gagna í slíkum málum, eftir að þeim berst tilkynning um frítímaslys og láta síðan sína trúnaðarlækna eða aðra lækna sem félögin leita til meta tjónið. Upplýsa tryggingafélögin tjónþola um, að samkvæmt tryggingaskilmálum greiði félögin ekki lögmannskostnað vegna slíkra mála, sem er meginreglan. Reynsla Lögmanna Árbæ er á þann veg, að þar sem lögmenn koma að slíkum málum. Afla læknisvottorða og biðja sjálfir um mat hjá óháðum sérfræðingum,  verði bæturnar yfirleitt hærri (vegna hærra miskamats), sem viðkomandi tjónþoli fær og vinnist þá upp sá kostnaður,  sem tjónþolar þurfi að greiða sínum lögmanni.  Ef málið er á hendi lögmanns kynnir hann sér einnig að miskinn sé rétt metinn skv. skilmálum og viðkomandi miskatöflum. Þannig gætir lögmaðurinn hagsmuna tjónþolans gegn hagsmunum tryggingafélagsins, sem ætti að vera eðlilegur réttur tjónþolans.  Þá er tjónþolum einnig bent á að í mörgum tilvikum hafi þeir svokallað réttaraðstoðartryggingu, sem gæti dekkað slíkan lögmannskostnað. 

Nauðsynlegt er einnig  fyrir tjónþola að leita lögmanns ef tryggingafélög neita bótaskyldu, samkvæmt frítímaslysatryggingarsamningum.   

Fyrning 

Fyrningartími  bótakröfu vegna frítímatjóns fer eftir tryggingaskilmálum og vátryggingasamningalögum og er tvö til fjögur ár í flestum tilvikum frá upphafi fyrningarfrests, sem fer þá eftir tryggingaskilmálum og vátryggingasamningalögum.