Sjúkdómatrygging
Með dómi Hæstaréttar Íslands í málinu nr. 599/2013 frá 6. 2. 2014, var staðfest að H sem fékk hjartaáfall í febrúar 2010 og var með sjúkdómatryggingu hjá L ætti rétt á bótum úr tryggingunni. L hafði ekki fallist á bótaskyldu af þeirri ástæðu að hjartaáfallið, eins og því væri lýst í læknisgögnum félli ekki nákvæmlega undir þá lýsingu á hjartaáfalli, sem tilgreint var í skilmálum félagsins. H kærði afstöðu félagsins til úrskurðarnefndar í vátryggingamálum, sem staðfesti að H ætti ekki rétt á bótum. H stefndi málinu og byggði aðallega á, að vátryggingaratburður hefði orðið í skilningi laga nr. 30/2004 um vátryggingasamninga og L hefði því alla sönnunarbyrði í málinu, samkvæmt grundvallarreglum vátryggingaréttar. Í greinargerði L í héraði byggði L einnig