Hver er vátryggjandinn.
Þann 26. mars 2024 féll í Héraðsdómi Reykjaness dómur í máli nr. E-1058/2023: A gegn Tryggingamiðlun Íslands ehf. og Lloyd´s Insurance Company S. A. Stefnandi, sem starfaði sjálfstætt sem skilagerðarmaður hafði tekið svokallaða starfsörorkutryggingu hjá Tryggingamiðlun Íslands ehf. (TMÍ) og Lloyd´s Insurance Company S.A. Var efni tryggingarinnar, að yrði stefnandi óvinnufær að starfa sem skilagerðarmaður ætti hann rétt á ákveðinni bótafjárhæð. Stefnandi slasaðist, þann 18. mars 2021, er hann féll úr stiga í vinnu sinni. Varð stefnandi fyrir áverka á vinstri öxl og hálsi og var ófær um að vinna uppfyrir sig með höndunum og gat því ekki starfað sem skilagerðarmaður. Tilkynnti stefnandi tjón sitt til TMÍ. Fljótlega tilkynnti TMÍ, að AXIS Speciality Europe SE neitað bótum. Stefnandi kannaðist ekki