Mán - Fös: 8:00 - 16:00
Lokað um helgar
Nethylur 2B,110 Reykjavík
568-1245

Fréttir

Hver er vátryggjandinn.

Þann 26. mars 2024 féll í Héraðsdómi Reykjaness dómur í máli nr. E-1058/2023: A gegn Tryggingamiðlun Íslands ehf. og Lloyd´s Insurance Company S. A.  Stefnandi, sem starfaði sjálfstætt sem skilagerðarmaður hafði tekið svokallaða starfsörorkutryggingu hjá Tryggingamiðlun Íslands ehf. (TMÍ) og Lloyd´s Insurance Company S.A. Var efni tryggingarinnar, að yrði stefnandi óvinnufær að starfa sem skilagerðarmaður ætti hann rétt á ákveðinni bótafjárhæð. Stefnandi slasaðist, þann 18. mars 2021, er hann féll úr stiga í vinnu sinni. Varð stefnandi fyrir áverka á vinstri öxl og hálsi og var ófær um að vinna uppfyrir sig með höndunum og gat því ekki starfað sem skilagerðarmaður. Tilkynnti stefnandi tjón sitt til TMÍ.  Fljótlega tilkynnti TMÍ,  að AXIS Speciality Europe SE neitað bótum. Stefnandi kannaðist ekki

Lesa meira...

ATVIKALÝSING VINNUVEITANDA TIL OPINBERRA AÐILA LÖGÐ TIL GRUNDVALLAR

Þann 10. nóvember sl. lá fyrir dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli umbjóðanda Lögmanna Árbæ slf.  gegn Sjóvá Almennum tryggingum hf.,  sbr. héraðsdómsmálið nr. 3064/2023.  Þar komst fjölskipaður dómur Héraðsdóms Reykjavíkur, þeirri niðurstöðu, að Sjóvá-Almennar tryggingar hf., bæri skaðabótaábyrgð sem vátryggingjandi fyrrum vinnuveitanda tjónþola, vegna vinnuslyss tjónþola í nóvember 2021.  Kaus hið stefnda tryggingarfélag að una dómi héraðsdóms. Í málinu greindi aðilum á hvort að tjónþoli ætti rétt á bótum úr frjálsri ábyrgðartryggingu fyrrum vinnuveitanda tjónþola, vegna þess líkamstjóns sem tjónþola varð fyrir í slysi á vinnustað sínum. Nánari tildrög  málsins  voru  þau,  að  tjónþoli  varð  fyrir  slysi, að morgni 21.  nóvember  2021,   í starfi sínu við afgreiðslu í útivistarverslun fyrrum vinnuveitanda síns sem staðsett er í gestamiðstöð þjóðgarðsins á Þingvöllum.

Lesa meira...

Siggi gekk á súlu

Þann 4. apríl sl., hafnaði Hæstiréttur Íslands beiðni fyrirtækisins Margt Smátt ehf., til að áfrýja dómi Landsréttar frá 10. febrúar 2023 í máli nr. 730/2021, þar sem Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu, að félagið væri skaðabótaskylt fyrir því líkamstjóni sem fyrrum starfsmaður fyrirtækisins varð fyrir í vinnuslysi í febrúar 2019. Atvik málsins voru í stuttu máli, að tjónþoli starfaði sem sölumaður hjá áðurnefndu fyrirtæki. Einn morgun í febrúar er tjónþoli var að taka móti viðskiptavini fyrirtækisins í afgreiðslu-/móttökusal fyrirtækisins, varð tjónþoli fyrir því óláni, að ganga á steinsteypta burðarsúlu sem staðsett var í miðjum afgreiðslusal/verslun fyrirtækisins. Við það hlaut tjónþoli þungt höfuðhögg, með þeim afleiðingum, að tjónþoli býr nú við varanleg einkenni frá hálsi og höfði.  Eftir að hafa þegið

Lesa meira...

Sagði ekki pass við pc-crash og fékk bætur

Þann 17. febrúar síðast liðinn féll dómur í landsréttarmálinu nr. 526/2021. Með  dómi Landsréttar var dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, þar sem vátryggingafélag hafði verið sýknað af bótakröfu tjónþola á grundvelli svokallaðrar pc-crash skýrslu, hnekkt.  Byggja slíkar pc- crash skýrslur á líkindaútreikningum, sem eiga að sýna hraða þeirrar bifreiðar, sem veldur viðkomandi umferðarslysi og um leið þann höggþunga, sem viðkomandi tjónþoli, sem bóta krefst af vátryggingafélaginu, á að hafa orðið fyrir. Í héraði var vátryggingafélagið sýknað af bótakröfu tjónþola, á grunvelli pc-crash skýrslunnar, þar sem dæmt var, að samkvæmt skýrslunni hafi sá höggþungi, sem tjónþoli  varð fyrir ekki nægt til að valda líkamstjóni. Í dómi Landsréttar var hins vegar stuðst við þá meginreglu, að það væri háð læknisfræðilegu mati, hvort að menn

Lesa meira...

Líkamsárás barþjóns í vinnu, ábyrgð vinnuveitanda.

Fékk einn kaldan á barnum og í kjölfarið bætur. Þann 18. apríl sl.,  féll afar athyglisverður dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur, þar sem deilt var um mörk ábyrgðar vinnuveitanda, en Fjölnir Vilhjálmsson, lögmaður, hjá Lögmönnum Árbæ slf. gætti hagsmuna tjónþola í málinu. Höfðaði tjónþoli málið gegn eiganda og rekstraraðila skemmtistaðarins Fishhouse ehf. og Sjóvá Almennum tryggingum hf., auk fyrrum starfsmanni skemmtistaðarins til viðurkenningar á skaðabótaskyldu þeirra, vegna þess líkamstjóns sem tjónþoli varð fyrir í líkamsárás aðfaranótt 14. júlí 2019, við barborð skemmtistaðarins Fishhouse, er barþjónn staðarins sló tjónþola „kaldan“ í andlitið, með þeim afleiðingum, að tjónþoli féll aftur fyrir sig og skall með höfuðið í gólfið og slasaðist illa. Í málinu deildu aðilar einkum um, hvort að atlaga barþjónsins að tjónþola

Lesa meira...

Opið bréf til heilbrigðisráðherra vegna Sjúkratrygginga Íslands

Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra Skógarhlíð 6, Reykjavík. Efni: Tilkynning Sjúkratrygginga Íslands frá 22. október 2021 um endurskoðun ákvarðana um miska og lækniafræðilega örorku fjögur ár aftur í tímann. Í þessari tilkynningu segir meðal annars: „Í þess konar bótamálum er algengt að leggja þurfi saman svokölluð miskastig, samkvæmt miskatöflu örorkunefndar. Endurskoðunin nú mun taka til allra ákvarðana  þar sem svokallaðri hlutfallsreglu var beitt við samlagninguna. Einungis verða endurupptekin þau mál þar sem talið er að endurskoðunin geti leitt til hærri bótagreiðslna til tjónþola.“ Rétt er að benda á, að um er að ræða ákvörðun á bótum, skv. lögum nr. 45/2015 um slysatryggingar almannatrygginga, sem launþegar hafa orðið fyrir í vinnuslysum.  Er efni laganna ekki skýrt, en praksísinn hefur verið sá, að

Lesa meira...