Mán - Fös: 8:00 - 16:00
Lokað um helgar
Nethylur 2B,110 Reykjavík
568-1245

FRÉTTIR

Sagði ekki pass við pc-crash og fékk bætur

Þann 17. febrúar síðast liðinn féll dómur í landsréttarmálinu nr. 526/2021. Með  dómi Landsréttar var dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, þar sem vátryggingafélag hafði verið sýknað af bótakröfu tjónþola á grundvelli svokallaðrar pc-crash skýrslu, hnekkt.  Byggja slíkar pc- crash skýrslur á líkindaútreikningum, sem eiga að sýna hraða þeirrar bifreiðar, sem veldur viðkomandi umferðarslysi og um leið þann höggþunga, sem viðkomandi tjónþoli, sem bóta krefst af vátryggingafélaginu, á að hafa orðið fyrir.

Í héraði var vátryggingafélagið sýknað af bótakröfu tjónþola, á grunvelli pc-crash skýrslunnar, þar sem dæmt var, að samkvæmt skýrslunni hafi sá höggþungi, sem tjónþoli  varð fyrir ekki nægt til að valda líkamstjóni.

Í dómi Landsréttar var hins vegar stuðst við þá meginreglu, að það væri háð læknisfræðilegu mati, hvort að menn hafi orðið fyrir líkamstjóni í slysi eða ekki.  Tjónþoli  hafi aflað sér sérfræðimatsgerðar um það líkamstjón, sem tjónþoli hafi orðið fyrir í slysinu, skv. 10. grein skaðabótalaga, þ.e. einhliða og án aðkomu vátryggingarfélagsins.  Er niðustaða dóms Landsréttar í málinu, að þar sem hið stefnda vátryggingafélag hefði ekki hnekkt  sérfræðimatsgerðinni, með áliti örorkunefndar eða með mati dómkvaddra matsmanna, stæði sérfræðimatsgerðin óhögguð.  Yrði því  vátryggingafélagið  að greiða tjónþola  bætur á grundvelli sérfræðimatsgerðarinnar.

Er niðurstaða dóms Landsréttar í málinu skýrt fordæmi um, að  svokallaðar pc-crash skýrslur hafi  ekki sönnunargildi fyrir dómi gegn læknisfræðilegu mati.

Linkur á dóminn.

Með kveðju,

Steingrímur