Óþekkt ökutæki
Með dómi Hæstaréttar Íslands í málinu nr. 165/2016 frá 27. 10. 2016 var dæmt að Alþjóðlegar bifreiðartryggingar á Íslandi væru bótaskydar vegna líkamstjóns sem E varð fyrir, er ekið var á hann þar sem hann var á hjóli sínu eftir Bíldshöfða Reykjavík , þann 9. 9. 2012. E höfðaði mál á hendur ABÍ til viðurkenningar á bótaskyldu og byggði meðal annars á dómi Hæstaréttar Íslands í málinu nr. 542/2012, þar sem dæmt hafði verið að gangandi vegfarandi ætti rétt á bótum vegna líkamstjóns sem hann hafði orðið fyrir af óþekktu ökutæki. Taldi ABÍ að dómur þessi gæti ekki verið fordæmi og að um rangan dóm hafi verið að ræða, þar sem „beina sönnun“ skorti og þörf væri á að láta