Opið bréf sent á dómsmálaráðherra, birt í Morgunblaðinu 01.04.2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra Sölvhólsgötu 7, Reykjavík. Efni: Hlutfallsregla miskataflna örorkunefndar frá júní 2019. Starfshættir örorkunefndar. Ráðherraábyrgð. Í 2. 3. og 4. málsgreinum 10. greinar skaðabótalaga er kveðið á um örorkunefnd og í greinargerð með 2. mgr. 4. greinar laganna. Í reglugerð nr. 335/1993 er kveðið á um starfshætti örorkunefndar. Í 3. mgr. 10. greinar skaðabótalaga segir að örorkunefnd skuli semja töflur um um miskastig. Með 9. grein laga nr. 37/1999 var gerð sú breyting á 10. grein skaðabótalaga, að álit örorkunefndar var ekki lengur fyrsti áfangi við ákvörðun miska og varanlegrar örorku á líkamstjóni vegna slysa. Varð nú heimilt að biðja um möt á afleiðingum slysa utanréttar og án þess að leita til nefndarinnar. Í matsgerðum sjálfstætt starfandi lækna