Mán - Fös: 8:00 - 16:00
Lokað um helgar
Nethylur 2B,110 Reykjavík
568-1245

Fréttir

Opið bréf sent á dómsmálaráðherra, birt í Morgunblaðinu 01.04.2020

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra Sölvhólsgötu 7, Reykjavík. Efni: Hlutfallsregla miskataflna örorkunefndar frá júní 2019. Starfshættir örorkunefndar. Ráðherraábyrgð. Í 2.  3. og 4. málsgreinum  10. greinar skaðabótalaga er kveðið á um örorkunefnd og í greinargerð með 2. mgr. 4. greinar laganna.   Í reglugerð nr. 335/1993  er kveðið á um starfshætti örorkunefndar. Í 3. mgr. 10. greinar skaðabótalaga segir að örorkunefnd skuli semja töflur um um miskastig. Með 9. grein laga nr. 37/1999 var gerð sú breyting á 10. grein skaðabótalaga, að álit örorkunefndar var ekki lengur fyrsti áfangi við ákvörðun miska og varanlegrar  örorku á líkamstjóni vegna slysa. Varð nú heimilt að biðja um möt á afleiðingum slysa utanréttar og án þess að leita til nefndarinnar. Í matsgerðum  sjálfstætt starfandi lækna

Lesa meira...

Tryggingarvik, grein birt í Morgunblaðinu í apríl 2020.

Það er ófrávíkjanleg regla í  skaðabótarétti (líkamstjónarétti), að sá sem sækir bætur á hendur tjónvaldi (vátryggingafélagi) beri  sönnunarbyrði, sem tjónþoli, um hvaða líkamstjóni hann hafi orðið fyrir í bótaskyldu slysi, til dæmis  þegar um umferðarslys er að ræða. Og þó tjónþolinn eigi, samkvæmt grundvallarréttindum,  að hafa forræði á sönnunarfærslu vegna sönnunarbyrði sinnar, svo sem að ráða því, að líkamtjónið verði metið af hlutlausum matsmönnum, hefur hann það ekki lengur, eins og framkvæmdin (praksísinn) er hér á landi í dag og hefur verið undanfarin ár. Með 10. grein skaðabótalaga, sem sett voru þann 19. maí 1993, var báðum aðilum líkamstjónamáls heimilt að leita til örorkunefndar til ákvörðunar á miska og varanlegrar örorku vegna afleiðinga slysa. Varð það fljótlega meginreglan, að tjónþolar

Lesa meira...

Skaðsemisábyrgð

Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, 10. mars 2015, í málinu nr. E-3376/2013, var staðfest, að B sem varð fyrir alvarlegum líkamsáverkum,  er hann var að tendra skottertu 1. janúar 2013, rétt eftir áramótin, ætti rétt á bótum frá seljanda skottertunnar Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu, vegna slysaáverkanna, en B missti meðal annars sjón á öðru auga. B gerði kröfur um bætur á hendur tryggingafélagi SL, á grundvelli laga um skaðsemisábyrgð nr. 25/1991, en samkvæmt lögunum eru framleiðendur og seljendur vöru bótaskyldir, ef tjón verður af ágalla á hinni seldu vöru. Verður tjónþoli að sanna ágallan og að orsakasamband sé á milli líkamstjónsins og ágallans. Byggði B á, að skottertan hafi verið haldin ágalla og einnig að hún hafi sprungið og skot úr henni farið

Lesa meira...

FYRNING

Í málum þar sem skuldari ber fyrir sig að krafa á hendur honum sé fyrnd, reynir yfileitt á hvert sé „uppaf fyrningarfrests“. Kröfur hafa mislangan líftíma og skiptir þá máli frá hvaða tímapunkti  ber að telja. Vegna þess langa tíma  sem Sjúkratryggingar Íslands taka til að afgreiða þau mál, vegna líkamstjóns vegna læknamistaka sem þangað er skotið,  hafa tjónþolar þegar málum er loks lokið þar á bæ oft talið,  að vonlaust sé að halda áfram með málin. Á þetta reyndi í dómi Hæstaréttar Íslands í málinu nr. 53/2016 frá 10. 11. 2016, en svo segir í  fororðum Hæstaréttar:  „Ágreiningur aðila laut að því hvort krafa A á hendur Í, til greiðslu bóta vegna líkamstjóns sem hún varð fyrir í fæðingu

Lesa meira...

VINNUSLYS

R var bifreiðarstjóri hjá Eimskip og fór með byggingarvörur til fyrirtækis í Hveragerði. Er R var að losa festingar og borðastrappa sem héldu vörunum/búntum  á pallinum, er eitt búntið féll á R,  þannig að hann slasaðist alvarlega og hefur verið óvinnufær síðan. Varð slysið með þeim hætti, að starfsmaður fyrirtækisins sem móttók vörurnar hóf að afferma vörurnar með lyftara. Rak hann lyftarann í eitt bútnið sem var um 200 kg. að þyngd þannig að búntið féll á R. Fyrirtækið í Hvergerði mótmælti því að lyftarinn hafi valdið líkamstjóninu. Einnig neitað Eimskip sök Bæði Eimskip og fyrirtækið voru krafin um bætur vegna líkamstjóns R á grundvelli 17. greinar laga nr. 46/1980 og á grundvelli annarra réttarreglna um flutninga og öryggisreglur um

Lesa meira...

Vinnuslys

R var bifreiðarstjóri hjá Eimskip og fór með byggingarvörur til fyrirtækis í Hveragerði. Er R var að losa festingar og borðastrappa sem héldu vörunum/búntum  á pallinum, er eitt búntið féll á R,  þannig að hann slasaðist alvarlega og hefur verið óvinnufær síðan. Varð slysið með þeim hætti, að starfsmaður fyrirtækisins sem móttók vörurnar hóf að afferma vörurnar með lyftara. Rak hann lyftarann í eitt bútnið sem var um 200 kg. að þyngd þannig að búntið féll á R. Fyrirtækið í Hvergerði mótmælti því að lyftarinn hafi valdið líkamstjóninu. Einnig neitað Eimskip sök Bæði Eimskip og fyrirtækið voru krafin um bætur vegna líkamstjóns R á grundvelli 17. greinar laga nr. 46/1980 og á grundvelli annarra réttarreglna um flutninga og öryggisreglur um

Lesa meira...