Fékk einn kaldan á barnum og í kjölfarið bætur.
Þann 18. apríl sl., féll afar athyglisverður dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur, þar sem deilt var um mörk ábyrgðar vinnuveitanda, en Fjölnir Vilhjálmsson, lögmaður, hjá Lögmönnum Árbæ slf. gætti hagsmuna tjónþola í málinu. Höfðaði tjónþoli málið gegn eiganda og rekstraraðila skemmtistaðarins Fishhouse ehf. og Sjóvá Almennum tryggingum hf., auk fyrrum starfsmanni skemmtistaðarins til viðurkenningar á skaðabótaskyldu þeirra, vegna þess líkamstjóns sem tjónþoli varð fyrir í líkamsárás aðfaranótt 14. júlí 2019, við barborð skemmtistaðarins Fishhouse, er barþjónn staðarins sló tjónþola „kaldan“ í andlitið, með þeim afleiðingum, að tjónþoli féll aftur fyrir sig og skall með höfuðið í gólfið og slasaðist illa.
Í málinu deildu aðilar einkum um, hvort að atlaga barþjónsins að tjónþola félli undir ábyrgð vinnuveitanda. Fyrir dómi, byggði sýknukrafa Fishhouse ehf. og Sjóvá, einkum á því, að atlagan félli utan starfsskyldna starfsmannsins, og að atlagan væri svo fjarlæg framkvæmd starfs barþjónsins, að ekki væri hægt að gera vinnuveitanda hans ábyrgan fyrir slíku framferði.
Komst héraðsdómur að þeirri niðurstöðu, að viðurkenna ætti skaðabótaábyrgð hina stefndu félaga og barþjónsins, að mati dómsins, hefði atlagan verið í slíkum tengslum við starf umrædds starfsmanns sem veittist að tjónþola, að það bæri að fella hana undir ábyrgð vinnuveitanda.