Mán - Fös: 8:00 - 16:00
Lokað um helgar
Nethylur 2B,110 Reykjavík
568-1245

FRÉTTIR

Ölvun ógildir miðann – eða hvað?

Þann 13. nóvember 2015 féll áhugaverður dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur um rétt tryggingafélaga til þess að skerða bætur tjónþola sem verða fyrir tjóni undir áhrifum áfengis. Lögmenn Árbæ fluttu málið fyrir tjónþola sem hafði orðið fyrir því að falla niður um 1 meter undir áhrifum áfengis og hljóta varanlegt tjón af. 

Í skilmálum persónutrygginga er yfirleitt að finna ákvæði þess efnis að vátryggingafélagi sé heimilt að fella niður eða takmarka bætur til vátryggðs hafi viðkomandi sýnt af sér stórkostlegt gáleysi. Einn þeirra þátta sem hafa áhrif við það mat er hvort viðkomandi var undir áhrifum áfengis. Dómurinn sýnir hins vegar skýrlega að vátryggingafélagið hefur sönnunarbyrði um að ölvunin hafi verið “höfuðorsök” slyssins. 

Í þessu tilfelli tókst því ekki að sanna að tjónþoli hafi fallið vegna ofurölvunar. Tryggingafélögum dugir ekki aðeins að segja að tjónþolar hafi verið ölvaðir og eigi þar af leiðandi ekki rétt á fullum bótum heldur þurfa þau að sanna að áfengis neysla hafi verið „höfuðorsök“ slyssins, eins og það er orðað í dómnum. 

Við hvetjum því þá sem lenda í álíka aðstöðu að athuga rétt sinn og muna að sönnunarbyrðin er vátryggingafélagsins en ekki vátryggðs að undanþáguákvæði í skilmálum eigi við.

Dómurinn hefur ekki verið birtur á heimasíðu dómstólanna en áhugasamir geta nálgast afrit af honum hjá Lögmönnum Árbæ. Hér má einnig sjá frétt Morgunblaðsins um málið.