Mán - Fös: 8:00 - 16:00
Lokað um helgar
Nethylur 2B,110 Reykjavík
568-1245

FRÉTTIR

Vinnuslys

R var bifreiðarstjóri hjá Eimskip og fór með byggingarvörur til fyrirtækis í Hveragerði. Er R var að losa festingar og borðastrappa sem héldu vörunum/búntum  á pallinum, er eitt búntið féll á R,  þannig að hann slasaðist alvarlega og hefur verið óvinnufær síðan. Varð slysið með þeim hætti, að starfsmaður fyrirtækisins sem móttók vörurnar hóf að afferma vörurnar með lyftara. Rak hann lyftarann í eitt bútnið sem var um 200 kg. að þyngd þannig að búntið féll á R. Fyrirtækið í Hvergerði mótmælti því að lyftarinn hafi valdið líkamstjóninu. Einnig neitað Eimskip sök

Bæði Eimskip og fyrirtækið voru krafin um bætur vegna líkamstjóns R á grundvelli 17. greinar laga nr. 46/1980 og á grundvelli annarra réttarreglna um flutninga og öryggisreglur um vinnu við slíkar aðstæður og var málinu stefnt. 

Undir rekstri málsins bað R um dómkvaðningu matsmanna um orsakir þess að búntið féll á R. Komust matsmenn að þeirri niðurstöðu lyftarinn hefði snert eitt búntið svo það féll á R. 

Í héraðsdómi Reykjavíkur var komist að þessari niðurstöðu varðandi sök fyrirtækisins í Hveragerði:

„Verður að líta svo á að ofangreind framkvæmd við affermingu hafi farið í bága við 13., 27., sbr. 65.gr. laga nr. 46/1980, sem og reglugerð nr. 367/2006 um notkun tækja, þá einkum 4-8 gr. hennar en upplýst er að ekki lá fyrir áhættumat á vinnsutað stefnda…“

„Hvað varðar svo sérstaklega mat á bótaábyrgð meðstefnda Eimskips Íslands ehf. á tjóni stefnanda, þá telur dómurinn nægilega sýnt af gögnum málsins og málsatvikum að umbúnaður og flutningur framsins í umrætt sinn af hálfu meðstefnda hafi ekki verið allskostar fullnægjandi. Sbr. áskilnaður síðari málsliðar 13.gr. landflutningalaga nr. 40/2010. Þar kemur fram að flytjandi beri að sjá til þess með eðlilegri árverkni að ökutæki, vagn og gámur séu í fullnægjandi  ástandi til móttöku, flutnings og varðveislu vöru, en fyrirliggur þó að afhending var á hendi viðtakanda sbr. síðari málsliður 13. Gr. landflutningalaga.“

Með vísan til meðal annars 2,. 6. og 7 gr. laga nr. 67/2008 komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að Eimskip sem flytjandi vörunnar bæri einnig ábyrgð á líkamstjóni R. 

Sjá nánar dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu nr. E-4218/2015