Sá einstaklingur sem verður fyrir líkamstjóni vegna refsiverðs verkanaðar með vísan til almennra hegningarlaga nr. 19/1940 og e.t.v. sérrefsilaga, á skýlausan rétt á bótum úr hendi árásarmannsins. Eru bæturnar ákveðnar samkvæmt skaðabótalögum nr. 50/1993.
Sé árásarmaðurinn er ekki gjaldfær á þolandinn rétt á bótum úr bótasjóði þolenda afbrota með vísan til l. nr. 69/1995 um greiðslu ríkissjós á bótum til þolenda afbrota.
Hægt er að koma að bótum í opinberu máli á hendur sakborningi og einnig að höfða sérstakt einkamál á hendur honum og krefja síðan íslenska ríkið um bæturnar, sé sakborningur ógjaldfær. Ákveðið þak er þó á slíkum bótum frá ábyrgðarsjóðnum.
Taka skal fram hér að meta þarf tjónið og gera kröfu á sjóðinn innan tveggja ára frá árásardegi.
Um ofbeldisbrot er frekari upplýsingar af fá hjá starfsfólki Lögmanna Árbæ slf.