Mán - Fös: 8:00 - 16:00
Lokað um helgar
Nethylur 2B,110 Reykjavík
568-1245

Lögfræðiþjónusta fyrir líkamstjón

Í skaðabótarétti (líkamstjónarétti) nær hugtakið  líkamstjón bæði yfir líkamlega áverka og andlegar afleiðingar tjónsatburðar (geðrænar afleiðingar). Þannig nær hugtakið líkamstjón yfir skerðingar á heilsu tjónþola, vegna tiltekins tjónsatburðar.

Skaðabætur – Slysatryggingarbætur

Einstaklingur getur átt rétt á annarsvegar skaðabótum og hins vegar slysatryggingarbótum vegna líkamstjóns.

Skaðabætur eru bætur, sem tjónþoli  á rétt á frá þeim aðila, sem veldur honum líkamstjóni  af ásetningi eða gáleysi. Einnig getur tjónþoli átt rétt á skaðabótum á grundvelli hlutlægra bótareglna. 

Skaðabætur  eiga samkvæmt lögum að gera tjónþola eins settan og ef hann hefði ekki orðið fyrir tjóni.

Slysatryggingarbætur (vátryggingarbætur)  eru bætur, sem tjónþoli á rétt á samkvæmt fyrirfram ákveðnum samningi (tryggingaskilmálar, vátryggingasamningalög, nr. 30/2004). Samkvæmt samningnum er búið að ákveða fjárhæð bóta (höfuðstól örorkubóta), miðað við miskastig líkamsáverka og bótatíma tímabundinnar örorku.

Af hverju á tjónþoli að leita lögmannsaðstoðar:  Er tjónþoli sækir bætur vegna líkamstjóns, kemur oftar en ekki  til álita,  í hvaða mæli líkamstjónið verður rakið til  tjónsatburðarins og  hver fjárhæð bóta skuli vera. Verður tjónþolinn að afla sönnunar um þessi atriði í formi matsgerðar um meðal annars misktastig vegna slysaáverkanna og um þá skerðingu á aflahæfi hans, sem áverkarnir hafa valdið. Ber tjónþolinn sönnunarbyrði um  þessi atriði. Af þeirri ástæðu er nauðsynlegt fyrir tjónþolann að leita strax,  eftir tjónsatburð til lögmanns, sem síðan rekur málið fyrir hann,  þar til bætur hafa verið greiddar. Áríðandi  er að fara strax til læknis eftir tjónsatburð, þar sem áverkar eru greindir og tilkynna síðan slysið til viðkomandi tryggingafélags. Til að gæta réttar síns er tjónþola einnig nauðsynlegt að leita til bæklunarlæknis og taugalæknis,  bæði til lækninga (tjónstakmörkunarskylda) og til að slysaáverkarnir séu sem fyrst réttilega greindir af þar til bærum sérfræðingum.  Einnig er tjónþola rétt að leita  til geðlæknis,  ef áfallastreituröskun er fylgifiskur tjónsins eða slysið hefur haft aðrar andlegar afleiðingar fyrir tjónþola.  Ef um vinnuslys er að ræða verður tjónþoli að gæta þess, að vinnuveitandi hans tilkynni slysið strax Vinnueftirliti ríkisins og  Tryggingastofnun ríkisins.  Lögmenn Árbæ gæta réttar tjónþola í ofangreindum tilvikum.  

Fyrning:  

Krafa um skaðabætur og slysatryggingabætur er háð fyrningu skv.  lögum um fyrningu kröfuréttinda, vátryggingasamningalögum og bótakafla umferðarlaga. Skaðabótakröfur vegna líkamstjóns fyrnast almennt á 10 árum frá slysaatburði. Algengasti fyrningartími er þó 4 ár, frá upphafi fyrningarfrests, sem í mörgum tilvikum er svokölluð batahvörf (stöðugleikapunktur) þe. þegar slysaáverkar eru komnir í jafnvægi og sýnt þykir hverjar afleiðingar slyssins eru. Upphafstími fyrningarfrests getur þó verið síðar.  Nauðsynlegt er að tjónþolar gæti réttar síns í þessum efnum. Rjúfa má fyrningarfrest i mörgum tilvikum með beiðni um úrskurð hjá úrskurðarnefnd vátryggingafélaganna.

Endurupptaka bótaákvörðunar:  Samkvæmt 11. grein skaðabótalaga er tjónþola heimilt að biðja um endurákvörðun bótafjárhæðar ef ófyrirsjáanlegar breytingar hafi orðið á heilsu tjónþola þannig að ætla megi að miskastig eða örorkustig sé verulega hærra en áður var talið. Lögmenn Árbæ hafa víðtæka reynslu í slíkum málum.

Sjá nánar um neðangreind slys:

Umferðarslys

Vinnuslys

Frítímaslys

Læknamistök

Ofbeldisbrot