ERTU MEÐ SPURNINGAR? SMELLTU HÉR
Mán - Fös: 8:00 - 16:00
Lokað um helgar
Nethylur 2B,110 Reykjavík
Staðsetning
568-1245
Símanúmer

Fréttir

Með dómi Hæstaréttar Íslands, frá 31. 3. 2015, í hæsataréttarmálinu nr. 633/2014 var viðurkennd ábyrgð fasteignareiganda vegna líkamstjóns G, er hún rann í bleytu sem var í anddyri og stiga fasteignar sem hún átti  leið um. 

Í dómi Hæstaréttar segir meðal annars.: 

Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, frá  20. mars 2015, í málinu nr. E-1560/2012 voru S dæmar skaðabætur alls að fjárhæð 5.554.901 kóna auk vaxta og lögmannskostnaðar, vegna líkamstjóns sem hann varð fyrir vegna læknamistaka. 

S leitaði á heilsugæslu, þann 23. desember 2005, vegna áverka á hendi, sem hann varð fyrir í fótboltaleik deginum áður. Var áverkinn greindur sem tognun og þrýstingsumbúðir látnar á höndina. S leitaði aftur á heilsugæsluna, þann 17. febrúar 2006, og kvartaði yfir verk í hægri þumli og úlnlið og var þá ráðlagt að nota úlnliðs - sinaskeiðaband.  23. ágúst 2006 leitar S aftur á heilsugæsluna og gat þá lítið hreyft höndina við úlnliðinn og var þá sendur á LSH þar sem hann var skoðaður af handarskurðlækni, sem greindi strax bátbeinsbrot í höndinni.  Gekkst S undir aðgerð hjá lækninum  og taldi læknirinn í vottorði sem hann gaf út, að ef brotið hefði verið greint strax, væru allar líkur á að S hefði náð fullum bata.

Með dómi Hæstaréttar Íslands í málinu nr. 599/2013 frá 6. 2. 2014, var staðfest  að H sem fékk hjartaáfall í febrúar 2010 og var með sjúkdómatryggingu hjá L ætti rétt á bótum úr tryggingunni. L hafði  ekki fallist  á bótaskyldu af þeirri ástæðu að hjartaáfallið, eins og því væri  lýst í læknisgögnum félli ekki nákvæmlega undir þá lýsingu á hjartaáfalli, sem tilgreint var í skilmálum félagsins.  H kærði afstöðu félagsins til úrskurðarnefndar í vátryggingamálum, sem staðfesti að H ætti ekki rétt á bótum. 

H stefndi málinu og byggði aðallega á, að vátryggingaratburður hefði orðið í skilningi laga nr. 30/2004 um vátryggingasamninga og L hefði því alla sönnunarbyrði í málinu, samkvæmt grundvallarreglum vátryggingaréttar.  Í greinargerði L í héraði byggði L einnig á, að H hefði leynt L upplýsingum um heilsufar sitt, er hann tók trygginguna og hélt því jafnframt fram, eins og áður,  að hjartasjúkdómur H uppfyllti ekki skilyrði skilmálanna og krafðist sýknu. 

Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, 10. mars 2015, í málinu nr. E-3376/2013, var staðfest, að B sem varð fyrir alvarlegum líkamsáverkum,  er hann var að tendra skottertu 1. janúar 2013, rétt eftir áramótin, ætti rétt á bótum frá seljanda skottertunnar Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu, vegna slysaáverkanna, en B missti meðal annars sjón á öðru auga.

B gerði kröfur um bætur á hendur tryggingafélagi SL, á grundvelli laga um skaðsemisábyrgð nr. 25/1991, en samkvæmt lögunum eru framleiðendur og seljendur vöru bótaskyldir, ef tjón verður af ágalla á hinni seldu vöru. Verður tjónþoli að sanna ágallan og að orsakasamband sé á milli líkamstjónsins og ágallans. Byggði B á, að skottertan hafi verið haldin ágalla og einnig að hún hafi sprungið og skot úr henni farið af stað með öðrum hætti en við mátti búast. Um það voru vitni að atvikinu hins vegar ekki sammála. 

Með dómi Hæstaréttar Íslands í málinu nr. 542/2012 kvað Hæstiréttur upp úr með, að tjónþolum væri heimilt skv. 10. grein skaðabótalaga, sbr. 9. gr. laga nr. 37/1999 að biðja einhliða um mat á bótaþáttum,  samkvæmt skaðabótalögum og slík möt yrðu lögð til grundvallar bótagreiðslum, meðan þeim hefði ekki verið haggað með því að skjóta mötunum til örorkunefndar eða dómkvaddra matsmanna. Tryggingafélögin hafa hins vegar haldið því fram að slík möt hafi  ekki sönnunargildi.  

© 2021 Lögmenn Árbæ slf.
Hannað af Filmís

Leita