Með dómi Hæstaréttar Íslands í málinu nr. 542/2012 var staðfest bóta skylda Alþjóðlegar bifreiðartrygginga á Íslandi sf. vegna tjóns sem S varð fyrir þann 15. 2. 2010. Var s á leið í skólann og ók faðir hans honum. S steig út úr bílnum á móts við skólann og gekk yfir götuna. Er hann var að stíga uppá gangstéttina hinum meginn var ekið utan í S þannig að hann féll á vinstri höndina. Í fyrstu frímínútum fór hann á næstu heilsugæslu og kvartaði yfir verk í hendina og sagði að bifreið hefði strokist við sig og var ekki skoðaður frekar. Eftir ca. mánuð leitaði S á slysadeild LSH og var þar greindur með bátsbeinsbrot. Lýsti S þar hvernig slysið hafi orðið. S leitað réttar síns skv. 94. greinar umferðarlaga hjá Alþjóðlegum bifreiðartryggingum á Íslandi (ABÍ). Neitaði félagið bótaskyldu og taldi þá óbeinu sönnun sem S byggði rétt sinn á ekki nægilega. Fyrir hendi þyrfti að vera svokölluð bein sönnun, þe. vitni að atvikinu. Var félaginu stefnt til viðurkenningar á bótaskyldu. Þann 14. 11. 2013 var staðfest með ofangreindum hæstaréttardómi að S ætti rétt á greiðslum úr hendi ABÍ. Var fallist á að leggja skyldi frásögn A til grundvallar við úrlausn málsins, þar sem hún væri trúverðug í alla staði.
F kól á fingrum beggja handa í vinnu hjá L í frystilest, þann 18. 3. 2010. F stefndi málinu þann 4. febrúar 2011. Var L sýknað í héraði. Í Hæstarétti (hrd. nr. 472/2011) var fallist á bótaskyldu L. Í málinu reyndi meðal annars á 23. grein a skaðabótalaga, sbr. 1. gr. laga nr. 124/2009. Segir svo í dómi Hæstaréttar: „Kemur þá til skoðunar hvort áfrýjandi hafi átt þátt í að hann varð fyrir líkamstjóni greint sinn. Í 1. mgr. 23. gr. a skaðabótalaga segir að verði starfsmaður fyrir líkamstjóni í starfi sínu skerðist ekki réttur hans til skaðabóta vegna meðábyrgðar hans, nema hann hafi af stórkostlegu gáleysi eða ásetningi átt þátt í því að tjónsatburður varð. Hvílir sönnunarbyrði um það á stefnda og hefur sú sönnun ekki tekist. Verður fallist á kröfu áfrýjanda um viðurkenningu á skaðabótaskyldu stefnda vegna líkamstjóns þess er áfrýjandi hlaut 18. mars 2010.“
G slasaðist 22. 4. 2005 í vinnu hjá G. Þann 21. 11. 2006 hafði líkamstjónið verið metið og krafa verið gerð á réttargæslustefnda Sjóvá. G andaðist þann 26. 11. 2006. Krafði dánarbú hans vinnuveitanda um bætur þrátt fyrir það, á þeim grundvelli að skaðabætur fyrir líkamstjón erfðust. Í dómi Hæstaréttar Íslands málinu nr. 192/2012 var fallist á, að bætur fyrir miska og þjáningar erfðust og einnig bætur vegna varanlegrar örorku til dánardægurs tjónþola.