Sagði ekki pass við pc-crash og fékk bætur
Þann 17. febrúar síðast liðinn féll dómur í landsréttarmálinu nr. 526/2021. Með dómi Landsréttar var dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, þar sem vátryggingafélag hafði verið sýknað af bótakröfu tjónþola á grundvelli svokallaðrar pc-crash skýrslu, hnekkt. Byggja slíkar pc- crash skýrslur á líkindaútreikningum, sem eiga að sýna hraða þeirrar bifreiðar, sem veldur viðkomandi umferðarslysi og um leið þann […]